Keyra.is - Elsa Jóna Sveinsdóttir - löggiltur ökukennari – GSM: 899-1611
Heim
Ökukennarinn
Ökukennslubifreidin
Ökunámið
Æfingaakstur
Námskostnaður
Æfingapróf
Umferðamerki
Hlekkir

Æfingaakstur

Þegar nemandi hefur hlotið nauðsynlegan undirbúning hjá ökukennara að lágmarki 10 kennslustundir, er heimilt að æfa akstur með leiðbeinanda í stað ökukennara.

Umsókn um heimild til æfingaaksturs með leiðbeinanda skal rituð á eyðublað (sjá nánar í ökunámsbók) sem gert er eftir fyrirmælum Samgöngustofu og staðfest af ökukennara nemandans. Leyfið skal gefið út á nafn nemanda og leiðbeinanda og til tiltekins tíma (allt að fimmtán mánaða).

Áritun tryggingafélags viðkomandi og leyfi Sýslumanns þarf síðan til þess að leiðbeinandi megi hefja æfingaakstur með ökunema.

Leiðbeinandinn þarf að hafa náð 24 ára aldri og hafa a.m.k. 5 ára reynslu af akstri bifreiða og gild ökuréttindi í þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með (hér er um flokk B að ræða). Þá má leiðbeinandi ekki hafa verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar á undangengnum tólf mánuðum, eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti (sjá nánar í Reglugerð um ökuskírteini nr. 501/1997 IV. Viðauki/Ökunám).